Fyrirferðarlitlar og öflugar lyftidælur
Henta bæði til notkunar í iðnaðar- og íbúðarhúsnæði. Lyftidælan er sett upp í gólfplötunni / gólfinu og hægt er að setja flís á lokið sem gerir að verkum að hún sést varla.
Með tæknisamþykki: Z-53.2-48

TILBÚIÐ FYRIR UPPSETNINGU NEÐANJARÐAR
Hægt er að breyta lengd efri hlutans sem býður upp á að laga lengdina að uppsetningardýptinni hverju sinni. Hægt er að snúa, halla og stilla hæðina á efri hlutanum eftir þörfum.

UPPSETNING Í VATNSÞÉTTRI STEYPU
Þrýstiþéttikragi ásamt pakkningasetti tryggir örugga þéttingu fyrir grunnvatni þegar Aqualift F Compact er sett upp í vatnsþéttri steypu.

INNBYGGT NIÐURFALL
Niðurfallið í lokinu veitir öllu yfirborðsvatni frá. Jafnvel þegar rör fer í sundur eða það flæðir inn veitir dælan vatni úr húsinu og í fráveitukerfið.

HÁMARKSÖRYGGI
Stjórntölva með innbyggðu SDS-greiningarkerfi og vararafhlöðu vaktar stöðugt alla rafknúna virkni og skráir í rafrænan vinnsluannál.

HÆGT AÐ FJARLÆGJA
DÆLU ÁN VERKFÆRA
Nálgast má frekari upplýsingar um lyftidælur frá okkur með því að fara á alþjóðlegt vefsvæði okkar www.kessel.com, hafa samband við KESSEL eða með því að leita til samstarfsaðila okkar á hverjum stað TENGI.