Made in Germany KESSEL Logo
Leita:
 > Niðurföll og rennur

Vöruleit


Sláðu inn vörunúmer eða leitarorð til að finna tæknigögn, tæknilýsingar og CAD-teikningar af viðkomandi vöru.

Niðurföll og rennur

KESSEL býður upp á mikið úrval niðurfalla samkvæmt staðlinum EN 1253. Smelltu á eitt af niðurföllunum hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.

Mismunandi fráveitukerfi gera mismunandi kröfur til efna. Einkum í opinbera geiranum gegna tæknilegir eiginleikar á borð við streymi, eldvarnir, hljóðeinangrun og þol gegn tærandi efnum mikilvægu hlutverki. Í einkageiranum er hins vegar meiri áhersla lögð á útlitið. KESSEL býður upp á niðurföll sem uppfylla allar kröfur og henta við öll skilyrði.

Niðurföll til notkunar í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði
Niðurföll í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði eru oftast leidd í gegnum gólfplötuna og þurfa því meiri eldvarnir og hljóðeinangrun en ella.

Niðurföll fyrir baðherbergi og sturtur
Niðurföll fyrir baðherbergi og sturtur eru notuð á heimilum, í atvinnuhúsnæði og iðnaðarhúsnæði. Hægt er að setja niðurföllin beint í sturtuna eða baðherbergisgólfið.

Sturturennur
Sturturennur eru settar upp bæði á heimilum og í atvinnuhúsnæði og endurspegla óskir um hindranalausa hönnun baðherbergja.

Veggniðurföll
Veggniðurföll henta sérstaklega til notkunar á hindranalausum baðherbergjum þar sem aðgengi að sturtunni verður að vera alveg slétt (til dæmis fyrir hjólastóla eða aldraða).

Niðurföll fyrir kjallara
Niðurföll fyrir kjallara eru notuð til fráveitu á skólpi í kjöllurum. Þau geta verið með innbyggðum einstreymislokum sem hindra að það flæði upp úr.

Niðurföll og rennur úr ryðfríu stáli
Vönduð niðurföll og rennur úr ryðfríu stáli fyrir matvælavinnslu eða salerni.

Niðurföll til notkunar utanhúss
Þak-, svala-, bílastæða- og garðniðurföll eru í boði úr mismunandi efnum.

 

Útgáfuupplýsingar | Persónuverndarstefna
©1998-2020 KESSEL AG, Bahnhofstraße 31, 85101 Lenting, Germany