Made in Germany KESSEL Logo
Leita:
 >  > Niðurföll fyrir kjallara

Vöruleit


Sláðu inn vörunúmer eða leitarorð til að finna tæknigögn, tæknilýsingar og CAD-teikningar af viðkomandi vöru.

Niðurföll fyrir kjallara með innbyggðri flóðavörn

Við venjulega notkun rennur skólp frá vöskum, þvottavélum, sturtum o.s.frv. inn í fráveitukerfið án þess að því fylgi orkunotkun. Ef vatn flæðir upp úr fráveitunni kveikir flotrofi sjálfkrafa á dælunni.

„The Universal“ gerðin er fjölhæft niðurfall fyrir kjallara með þremur inntökum sem bjóða upp á fjölbreytta tengimöguleika. Drehfix-niðurfallið fyrir kjallara er  einstaklega fyrirferðarlítið og því vinsælt við endurnýjun eldri bygginga. Lítil hæð þess gerir að verkum að auðvelt er að koma því fyrir í grópum eldri steyptra niðurfalla.

 

Pumpfix S

Niðurfall fyrir kjallara með tveggja spjalda einstreymisloka og innbyggðri skólpdælu

The Universal

Niðurfall fyrir kjallara með tveimur einstreymisspjöldum

Drehfix

Niðurfall fyrir kjallara með einstreymisspjöldum

FREKARA ÖRYGGI
Multistop er aukabúnaður sem kemur í veg fyrir lykt og froðu og heldur nagdýrum og skordýrum úti.

TÆKNI
Dæla með tveggja spjalda einstreymisloka og lyktarloku. Hægt er að fjarlægja dæluna án verkfæra. Má ekki nota sem lyftidælu!

SVEIGJANLEG UPPSETNING
Nýr stækkunarhluti með kraga, mótliggjandi kraga og vatnsþéttandi tálma úr teygjuefni er í boði sem aukabúnaður.

SVEIGJANLEG UPPSETNING 
Hægt er að snúa lengdarstillanlega efri hlutanum, halla honum og breyta hæð hans. Þrjú föst inntök eru staðalbúnaður 2 x Ø 50 og 1 x Ø 75.


EINFALT VIÐHALD

Ekki þarf að nota verkfæri við viðhald og þrif.

Nálgast má frekari upplýsingar um niðurföll og rennur frá okkur með því að fara á alþjóðlegt vefsvæði okkar  www.kessel.com, hafa samband við KESSEL eða með því að leita til samstarfsaðila okkar á hverjum stað TENGI.

 

Útgáfuupplýsingar | Persónuverndarstefna
©1998-2020 KESSEL AG, Bahnhofstraße 31, 85101 Lenting, Germany